Illugi vill nýta bæði möguleika innan kerfis og utan til að bæta lestrarkunnáttu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 14:48 Illugi sagði óásættanlega stöðu uppi er varðar lestrarkunnáttu íslenskra barna. Vísir/Daníel Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu. Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Nýta verður alla krafta og hugmyndir til að finna leiðir til að bæta lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna. Þetta kom fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í hvort rétt væri eftir honum haft í Viðskiptablaðinu um að hann teldi skólakerfið ekki geta sjálft leysa þann vanda sem blasi við í lestrarkunnáttu barna og ungmenna. Blaðið birti ummæli sem hann lét falla í ræðu í tilefni af útgáfu lestrarforritsins Study Cake þar sem ráðherrann gagnrýndi hið opinbera skólakerfi: „Skólakerfið sjálft leysir þennan vanda ekki sjálft. Opinbera kerfið er ekki svo gott í að koma með nýjungar - og raunar er það frekar lélegt í því.“Katrín bað um skýr svör.Vísir/DaníelIllugi sagði einfaldlega slæma stöðu blasa við. „Nú er svo komið þegar maður skoðar tölurnar að það er eins og krakkarnir sem tóku prófið árið 2012 hafi verið hálfu áru skemur í skóla heldur en krakkarnir sem tóku prófið árið 2000. En öll vitum við að sú er ekki raunin,“ sagði hann. Hann vitnaði svo í tölur um að 30 prósent drengja og tólf prósent stúlkna gætu ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég hefði áhuga á því að heyra það frá háttvirtum þingmanni og fyrrverandi hæstvirtum ráðherra málaflokksins hvort að háttvirtur þingmaður sé þeirrar skoðunar að við getum sagt við foreldra til dæmis þeirra drengja sem ekki getað lesið sér til gangs í lok grunnskóla að við séum sátt við þá niðurstöðu, að okkur finnist okkur hafa tekist mjög vel upp hvað varðar nám þessara barna,“ sagði hann. Katrín sagði augljóst að „Það er alveg rétt að við hefðum viljað sjá betri árangur í lestri en við höfum líka náð mjög góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum, sem hæstvirtur ráðherra kýs að nefna ekki hér,“ sagði hún. Katrín vildi meðal annars frá svör frá ráðherranum um hvort hann sæi fyrir sér að leysa þennan vanda með aukinni einkavæðingu skólakerfisins. Illugi sagði að málið snerist í raun bara um eitt; að ná þeim árangri sem við þurfum að ná þegar kemur að menntun barnanna okkar. „Niðurstaðan liggur fyrir og þess vegna þurfum við að breyta og við þurfum að nýta sem best alla krafta og allar hugmyndir og alla möguleika, bæði innan kerfis og utan, til að láta þessa stöðu ekki standa. Hún er óásættanleg,“ sagði Illugi að lokum í svarinu.
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira