Enn vefst stjórnarskráin fyrir þingmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:30 Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi. Alþingi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.
Alþingi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira