Björgunarsveitamenn undir miklu álagi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Fjáröflun björgunarsveitanna tekur mikinn tíma af sjálfboðaliðum og með stærri verkefnum sveitanna hefur álag á þá aukist mjög. Fréttablaðið/Vilhelm Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00