18 milljarðar í íslenska landbúnaðarkerfið á ári: „Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 10:12 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir nýja búvörusamninga mikið hagsmunamál fyrir neytendur en allt bendir til að þeir komi til kasta Alþingis á næstunni. Finnur segir núverandi landbúnaðarkerfi gríðarlega dýrt þar sem það kosti íslenska neytendur 18 milljarða á ári. Með nýjum búvörusamningum verði kerfinu viðhaldið en að óbreyttu munu þeir gilda til 10 ára. „Annars vegar eru neytendur að borga of hátt verð út í búð og hins vegar fer þetta í gegnum almenna skatta. Þannig að við borgum skatt og ríkissjóður útdeilir peningum til þessa kerfis. Þannig að það eru verndartollar sem gera það að verkum að verðið úti í búð er of hátt og hins vegar ertu búinn að borga í tekjuskattinum áður en þú kemur í búðina,“ segir Finnur sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann tók sem dæmi kíló af lambakjöti þar sem neytandinn væri búinn að borga 450 krónur fyrir kjötið áður en hann kemur í búðina. Finnur segist vilja fá alvöru umræðu um þetta kerfi þar sem 18 milljarðar á hverju ári til 10 ára sé engin smá upphæð. „Það er alveg ljóst að neytendur eru að greiða þessa upphæð árlega en það er hægt að taka þessa peninga og gera eitthvað annað fyrir þá eða bara lækka reikninginn og auka ráðstöfunartekjur heimilanna með því að breyta þessu kerfi. [...] Ég held að þessum peningum þjóðarinnar sé vitlaust varið.“ Finnur kveðst ekki vera að tala fyrir því að bændur fái enga aðlögun eða verði settir út á gaddinn verði kerfinu breytt. „Þeir eru ekki að fá mikið út úr þessu kerfi sem er dýrt og skilar litlu. Ég held hins vegar að það eigi að fara fram umræða þar sem hlutur bænda er ræddur og ég held að sérstaða þeirra og sóknartækifæri liggi í því að kerfið verði brotið upp. Þá getur hver og einn bóndi náð árangri á sínum forsendum eins og við höfum séð dæmi um í garðyrkjunni,“ segir Finnur. Viðtalið við Finn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira