Á erfitt með að finna leiguhúsnæði og vinnu fimm árum eftir að hann lauk afplánun í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 11:32 Karl Magnús Grönvold, sem sat í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl fyrir nokkrum árum, segist enn vera að glíma við afleiðingar þess, en hann var handtekinn árið 2007 með sex kíló af kókaíni í fórum sínum og hlaut þriggja ára dóm. Karl segist til að mynda eiga erfitt með að finna sér leiguhúsnæði og vinnu. „Ég var til dæmis búinn að gera munnlega samninga við fjóra mismunandi leigusala en svo kemur að því að ég þarf að gefa upp nafn og kennitölu. Síðan er bara hringt daginn eftir og sagt „Nei, ég get ekki farið í þetta.“ Þetta gerðist bara seinast núna um daginn, 5 árum eftir að ég lauk afplánun,“ segir Karl en hann ræddi málið í Harmageddon. Eins og kunnugt er situr núna íslenskt par í gæsluvarðhaldi í Brasilíu vegna gruns um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Karl ráðleggur fólkinu að forðast allt umtal þegar þau koma heim en hann var nokkuð áberandi eftir að hann lauk afplánun og gerðu hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson til að mynda bókina Brasilíufanginn um reynslu Karls úr fangelsinu. „Bókin átti að vera uppgjör við þessa dvöl en ég hafði enga hugmynd um hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að gera það besta sem ég get gert og tekið réttar ákvarðanir. [...] En ef ég gæti snúið til baka þá hefði ég aldrei farið í þessa ferð, ég hefði ekki farið í þessa bók, ekki í viðtöl, sem sagt ekki farið svona opinbert út með þetta,“ segir Karl. Hlusta má á ítarlegt viðtal Harmageddon við Karl, sem er í tveimur klippum, í spilurunum hér í fréttinni. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Karl Magnús Grönvold, sem sat í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl fyrir nokkrum árum, segist enn vera að glíma við afleiðingar þess, en hann var handtekinn árið 2007 með sex kíló af kókaíni í fórum sínum og hlaut þriggja ára dóm. Karl segist til að mynda eiga erfitt með að finna sér leiguhúsnæði og vinnu. „Ég var til dæmis búinn að gera munnlega samninga við fjóra mismunandi leigusala en svo kemur að því að ég þarf að gefa upp nafn og kennitölu. Síðan er bara hringt daginn eftir og sagt „Nei, ég get ekki farið í þetta.“ Þetta gerðist bara seinast núna um daginn, 5 árum eftir að ég lauk afplánun,“ segir Karl en hann ræddi málið í Harmageddon. Eins og kunnugt er situr núna íslenskt par í gæsluvarðhaldi í Brasilíu vegna gruns um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Karl ráðleggur fólkinu að forðast allt umtal þegar þau koma heim en hann var nokkuð áberandi eftir að hann lauk afplánun og gerðu hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson til að mynda bókina Brasilíufanginn um reynslu Karls úr fangelsinu. „Bókin átti að vera uppgjör við þessa dvöl en ég hafði enga hugmynd um hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að gera það besta sem ég get gert og tekið réttar ákvarðanir. [...] En ef ég gæti snúið til baka þá hefði ég aldrei farið í þessa ferð, ég hefði ekki farið í þessa bók, ekki í viðtöl, sem sagt ekki farið svona opinbert út með þetta,“ segir Karl. Hlusta má á ítarlegt viðtal Harmageddon við Karl, sem er í tveimur klippum, í spilurunum hér í fréttinni.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira