OR hefur sjálf niðurrif Elliðavatnshúsa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. september 2015 07:00 Orkuveitan tók við þessu húsi af dánarbúi og lætur nú fjarlægja það. Fréttablaðið/GVA „Við viljum ekki og ætlum ekki að ganga fram með offorsi en okkar framtíðarsýn í vatnsvernd er skýr og henni munum við fylgja,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um afdrif frístundahúsa í landi fyrirtækisins við Elliðavatn. Reykjavíkurborg keypti Elliðavatnsjörðina á árinu 1921. Jörðin fylgdi síðan Rafmagnsveitu Reykjavíkur þegar rekstur þess fyrirtækis var aðskilinn frá rekstri borgarinnar. Á svæðinu eru nú frístundahús á 26 lóðum sem Orkuveitan hefur viljað hreinsa af mannvirkjum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Sumarhúsin standa flest á skilgreindu grannsvæði og sum á svokölluðu öryggissvæði á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Á árinu 2004 voru leigusamningar við 21 sumarhúsaeiganda framlengdir til sjö ára með þeim skilmálum að eigendurnir myndu að þeim tíma liðnum fjarlægja húsin á sinn kostnað. Fimm lóðarleiguhafar gerðu ekki nýjan samning. Orkuveitan framlengdi í nóvember 2011 samningana einhliða í eitt ár, út árið 2012, og tilkynnti þá jafnframt að þeir yrðu ekki framlengdir að þeim tíma loknum. Sumarhúsaeigendurnir voru minntir á þá kvöð sem þeir hefðu sjálfir undirgengist að fjarlægja allt af lóðunum á eigin kostnað. Eftir að framlengingin rann út hefur fyrirtækið ekki innheimt leigu enda lítur það svo á að leigusamningarnir séu útrunnir.Hús eru nú á 26 af 35 lóðum Orkuveitunnar við Elliðavatn. Kort/Orkuveita ReykjavíkurEkkert hefur bólað á niðurrifi. Þvert á móti sendu fjórtán lóðarleiguhafar sameiginlega kæru til kærunefndar húsamála í lok samningstímans í desember 2011. Þeir töldu að með því að skjóta málinu til kærunefndarinnar hefðu samningarnir framlengst um tuttugu ár. Þessu hafnaði Orkuveitan fyrir sitt leyti. Kærunefndin sagði málið ekki heyra undir sig og vísaði því frá. Eigandi eins leigulóðarhússins samdi við Orkuveituna um að fá að halda sínum bústað þar til hann félli frá gegn því að þá yrði bústaðnum afsalað til fyrirtækisins sem myndi þá fjarlægja húsið fyrir sinn reikning. Umræddur maður lést í fyrra og húsið er komið í eigu Orkuveitunnar sem bíður nú eftir heimild frá Reykjavíkurborg til að rífa húsið sem er reyndar eitt hið alminnsta á svæðinu, aðeins sautján fermetrar. „Með þessu er Orkuveitan að skapa ákveðið fordæmi gagnvart eigendum annarra húsa á svæðinu,“ undirstrikar Elín Smáradóttir, lögfræðingur fyrirtækisins. Er Elín þar meðal annars að vísa í að samkvæmt samningunum frá 2004 áttu húseigendurnir sjálfir að borga fyrir að láta fjarlægja húsin eins og fyrr segir. Slíkt getur verið afar kostnaðarsamt. „Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni forstjóri um kostnaðinn við að láta fjarlægja byggingarnar. Fyrirtækinu sé treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og beri því mikla ábyrgð í málinu. Skammt frá frístundahúsunum, inni á brunnsvæðinu sjálfu, stendur gamla skólahúsið Jaðar. Það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Húsið er illa farið og ekkert notað. Orkuveitan mun bjóða borginni að taka við húsinu og fjarlægja það,“ segir Elín Smáradóttir. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
„Við viljum ekki og ætlum ekki að ganga fram með offorsi en okkar framtíðarsýn í vatnsvernd er skýr og henni munum við fylgja,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um afdrif frístundahúsa í landi fyrirtækisins við Elliðavatn. Reykjavíkurborg keypti Elliðavatnsjörðina á árinu 1921. Jörðin fylgdi síðan Rafmagnsveitu Reykjavíkur þegar rekstur þess fyrirtækis var aðskilinn frá rekstri borgarinnar. Á svæðinu eru nú frístundahús á 26 lóðum sem Orkuveitan hefur viljað hreinsa af mannvirkjum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Sumarhúsin standa flest á skilgreindu grannsvæði og sum á svokölluðu öryggissvæði á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Á árinu 2004 voru leigusamningar við 21 sumarhúsaeiganda framlengdir til sjö ára með þeim skilmálum að eigendurnir myndu að þeim tíma liðnum fjarlægja húsin á sinn kostnað. Fimm lóðarleiguhafar gerðu ekki nýjan samning. Orkuveitan framlengdi í nóvember 2011 samningana einhliða í eitt ár, út árið 2012, og tilkynnti þá jafnframt að þeir yrðu ekki framlengdir að þeim tíma loknum. Sumarhúsaeigendurnir voru minntir á þá kvöð sem þeir hefðu sjálfir undirgengist að fjarlægja allt af lóðunum á eigin kostnað. Eftir að framlengingin rann út hefur fyrirtækið ekki innheimt leigu enda lítur það svo á að leigusamningarnir séu útrunnir.Hús eru nú á 26 af 35 lóðum Orkuveitunnar við Elliðavatn. Kort/Orkuveita ReykjavíkurEkkert hefur bólað á niðurrifi. Þvert á móti sendu fjórtán lóðarleiguhafar sameiginlega kæru til kærunefndar húsamála í lok samningstímans í desember 2011. Þeir töldu að með því að skjóta málinu til kærunefndarinnar hefðu samningarnir framlengst um tuttugu ár. Þessu hafnaði Orkuveitan fyrir sitt leyti. Kærunefndin sagði málið ekki heyra undir sig og vísaði því frá. Eigandi eins leigulóðarhússins samdi við Orkuveituna um að fá að halda sínum bústað þar til hann félli frá gegn því að þá yrði bústaðnum afsalað til fyrirtækisins sem myndi þá fjarlægja húsið fyrir sinn reikning. Umræddur maður lést í fyrra og húsið er komið í eigu Orkuveitunnar sem bíður nú eftir heimild frá Reykjavíkurborg til að rífa húsið sem er reyndar eitt hið alminnsta á svæðinu, aðeins sautján fermetrar. „Með þessu er Orkuveitan að skapa ákveðið fordæmi gagnvart eigendum annarra húsa á svæðinu,“ undirstrikar Elín Smáradóttir, lögfræðingur fyrirtækisins. Er Elín þar meðal annars að vísa í að samkvæmt samningunum frá 2004 áttu húseigendurnir sjálfir að borga fyrir að láta fjarlægja húsin eins og fyrr segir. Slíkt getur verið afar kostnaðarsamt. „Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni forstjóri um kostnaðinn við að láta fjarlægja byggingarnar. Fyrirtækinu sé treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og beri því mikla ábyrgð í málinu. Skammt frá frístundahúsunum, inni á brunnsvæðinu sjálfu, stendur gamla skólahúsið Jaðar. Það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Húsið er illa farið og ekkert notað. Orkuveitan mun bjóða borginni að taka við húsinu og fjarlægja það,“ segir Elín Smáradóttir.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira