Innlent

Icelandair og eigandi hjólastólsins komast að samkomulagi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Til hægri má glöggt sjá hve illa stóllinn var farinn.
Til hægri má glöggt sjá hve illa stóllinn var farinn. mynd/icelandair/gary graham
„Við höfum verið í sambandi við fjölskylduna nú í kvöld og höfum komist að samkomulagi um að leysa málið á góðu nótunum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi.

Aðspurður vildi hann þó ekki gefa upp hvað felst í samkomulaginu.

Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að breskur maður, sem bundinn er við hjólastól, fengi aðeins brotabrot af tjóni bætt sem stóll hans varð fyrir í flugi Icelandair. Andvirði stólsins er fjórar milljónir króna en bæturnar námu tæpum 200.000 krónum.

Í kvöld hefur kvörtunum rignt inn á Facebook-síðu Icelandair vegna þess hvernig fyrirtækið fór með málið. Meðal þeirra sem skrifa á vegginn er Drew Graham sjálfur, eigandi stólsins, þar sem hann segir að hann hafi gefið fyrirtækinu þrjár vikur til að koma skikki á málið áður en myndirnar færu á netið. Það gerðist í kvöld og virðist hafa orðið til þess að útkljá málið.

This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...

Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.