Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 20:04 Hjólastóllinn var afar illa farinn eins og sjá má. myndir/gary graham Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016
Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00
Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43
Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39