Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 20:04 Hjólastóllinn var afar illa farinn eins og sjá má. myndir/gary graham Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016
Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00
Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43
Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39