Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 21:48 "Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi lögreglumannsins. vísir/gva Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52