Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2016 18:45 Vísir/ÞÞ Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30