Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari bendir á að traust sé forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt samningsmódel á vinnumarkaði. vísir/ernir „Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira