Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari bendir á að traust sé forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt samningsmódel á vinnumarkaði. vísir/ernir „Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
„Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira