Katrín búin að ræða við forsetann sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 09:01 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðu mála í gærkvöldi. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar hefjast klukkan 13 í dag. Katrín segist gera ráð fyrir að viðræðurnar muni taka nokkra daga, og að lögð hafi verið áhersla á það í símtali hennar við forsetann að unnið verði hratt en vel. „Ég held honum upplýstum og auðvitað áttum við okkur á því að það er ekki endalaus tími [...]Það skiptir máli að vinna hratt en það má heldur ekki gleyma því að vinna vel. Þett aer eitthvað sem maður metur eftir því sem verkefnum vindur fram,“ sagði Katrín í Bítinu í morgun. Hún tók fram að staðan í pólitíkinni nú sé allt önnur en áður hafi verið. „Flokkarnir liggja á miklu stærra svæði á hinu pólitíska litrófi en við höfum séð á undanförnum árum við stjórnarmyndun og það þýðir auðvitað að það fá ekki allir sínu fram.“ Aðspurð segir hún ýmislegt sameina þessa fimm flokka, til dæmis umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálin. „Svo heyrir maður það líka frá mörgum að það er mikill áhugi á að breyta vinnubrögðum á Alþingi og það er óskandi að það takist,“ segir hún. „Það eru ýmsar hugmyndir sem við höfum verið að ræða, lengur en fyrir þessar kosningar, og það lýtur að því hvernig við reynum að vinna meira í sátt á Alþingi þannig að vægi minnihlutans verði meira á hverjum tíma.“Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðu mála í gærkvöldi. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar hefjast klukkan 13 í dag. Katrín segist gera ráð fyrir að viðræðurnar muni taka nokkra daga, og að lögð hafi verið áhersla á það í símtali hennar við forsetann að unnið verði hratt en vel. „Ég held honum upplýstum og auðvitað áttum við okkur á því að það er ekki endalaus tími [...]Það skiptir máli að vinna hratt en það má heldur ekki gleyma því að vinna vel. Þett aer eitthvað sem maður metur eftir því sem verkefnum vindur fram,“ sagði Katrín í Bítinu í morgun. Hún tók fram að staðan í pólitíkinni nú sé allt önnur en áður hafi verið. „Flokkarnir liggja á miklu stærra svæði á hinu pólitíska litrófi en við höfum séð á undanförnum árum við stjórnarmyndun og það þýðir auðvitað að það fá ekki allir sínu fram.“ Aðspurð segir hún ýmislegt sameina þessa fimm flokka, til dæmis umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálin. „Svo heyrir maður það líka frá mörgum að það er mikill áhugi á að breyta vinnubrögðum á Alþingi og það er óskandi að það takist,“ segir hún. „Það eru ýmsar hugmyndir sem við höfum verið að ræða, lengur en fyrir þessar kosningar, og það lýtur að því hvernig við reynum að vinna meira í sátt á Alþingi þannig að vægi minnihlutans verði meira á hverjum tíma.“Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35
Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00