„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar eru ósáttir. Vísir/Ernir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“ Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“
Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30
Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45
Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36
Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48