Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 11:48 Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segist ekkert geta sagt eins og er um hvernig viðræðurnar gangi. Vísir/Ernir Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segist ekkert geta sagt eins og er um hvernig viðræðurnar gangi. „Það er ekkert komið á þann stað að við séum farin að tala um það hvort þetta nálgist eða hvernig þetta gangi. Þetta samtal er í gangi og það er vinna í gangi. Það er það sem við tölum um á þessum tíma,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Vinnan verður örugglega langt fram á kvöld. Hvort sem það verður með sveitarfélögum eða ekki. Stundum er það bara þannig að það kemur eitthvað út úr svona fundum sem þarf að fara til baka og vinna í.“ Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis á þriðjudag þar sem þeir kröfðust bættra kjara. Viðmælendur fréttastofu töldu eðlilegt að laun þeirra væru á bilinu 600-700 þúsund. “Við vorum öll sammála um það, við og sveitarfélögin og sáttasemjari að við hefðum ekki langan tíma. Við höfum gefið okkur að þetta væru einhverjar 2-3 vikur sem við hefðum til að ná þessu saman.“ Ólafur segir enga ástæðu fyrir kennara til að verða bjartsýnir eins og staðan er núna. „Fólk hefur enga ástæðu til að vera bjartsýnna meðan það eru engar fréttir um það hvort þetta gengur áfram eða afturábak eða kjurt eða hvað. Það hefur engin breyting orðið gagnvart fólkinu þannig að það hefur enga ástæðu til að verða bjartsýnt eða ekki.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara segist ekkert geta sagt eins og er um hvernig viðræðurnar gangi. „Það er ekkert komið á þann stað að við séum farin að tala um það hvort þetta nálgist eða hvernig þetta gangi. Þetta samtal er í gangi og það er vinna í gangi. Það er það sem við tölum um á þessum tíma,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Vinnan verður örugglega langt fram á kvöld. Hvort sem það verður með sveitarfélögum eða ekki. Stundum er það bara þannig að það kemur eitthvað út úr svona fundum sem þarf að fara til baka og vinna í.“ Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis á þriðjudag þar sem þeir kröfðust bættra kjara. Viðmælendur fréttastofu töldu eðlilegt að laun þeirra væru á bilinu 600-700 þúsund. “Við vorum öll sammála um það, við og sveitarfélögin og sáttasemjari að við hefðum ekki langan tíma. Við höfum gefið okkur að þetta væru einhverjar 2-3 vikur sem við hefðum til að ná þessu saman.“ Ólafur segir enga ástæðu fyrir kennara til að verða bjartsýnir eins og staðan er núna. „Fólk hefur enga ástæðu til að vera bjartsýnna meðan það eru engar fréttir um það hvort þetta gengur áfram eða afturábak eða kjurt eða hvað. Það hefur engin breyting orðið gagnvart fólkinu þannig að það hefur enga ástæðu til að verða bjartsýnt eða ekki.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira