Dave Chappelle og Netflix í eina sæng Anton Egilsson skrifar 21. nóvember 2016 20:59 Dave Chappelle snýr aftur á skjáinn. Vísir/GETTY Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar. Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Sjá meira
Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar.
Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Sjá meira
Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein