Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Anton Egilsson skrifar 21. nóvember 2016 19:27 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Mjólkursamsalan (MS) hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. Greint var frá því í júlí síðastliðnum að Samkeppniseftirlitið hefði lagt 480 milljón króna sekt á MS. Taldi MS sem áfrýjaði ákvörðuninni að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggði á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Áfrýjunarnefndin var klofinNefndin var klofin í afstöðu sinni en meirihluti hennar taldi MS ekki hafa brotið lög. Byggði meirihlutinn á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva. Hins vegar var nefndin sammála Samkeppniseftirlitun um að MS hefði framið alvarlegt brot með því að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Var MS gert að greiða 40 milljón króna sekt vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið muni nú fara yfir úrskurðinn og taka afstöðu til þess hvort rétt sé að bera hann undir dómstóla.MS lýsa yfir ánægju með niðurstöðunaÍ tikynningu sem MS sendi frá sér í kjölfar niðurstöðunnar lýsir fyrirtækið yfir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá segja þeir það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni. Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Mjólkursamsalan (MS) hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. Greint var frá því í júlí síðastliðnum að Samkeppniseftirlitið hefði lagt 480 milljón króna sekt á MS. Taldi MS sem áfrýjaði ákvörðuninni að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggði á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Áfrýjunarnefndin var klofinNefndin var klofin í afstöðu sinni en meirihluti hennar taldi MS ekki hafa brotið lög. Byggði meirihlutinn á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva. Hins vegar var nefndin sammála Samkeppniseftirlitun um að MS hefði framið alvarlegt brot með því að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Var MS gert að greiða 40 milljón króna sekt vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið muni nú fara yfir úrskurðinn og taka afstöðu til þess hvort rétt sé að bera hann undir dómstóla.MS lýsa yfir ánægju með niðurstöðunaÍ tikynningu sem MS sendi frá sér í kjölfar niðurstöðunnar lýsir fyrirtækið yfir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þá segja þeir það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni.
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40