Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 12:18 Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson voru báðir gestir í Sprengisandi í morgun. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15