Katrín segir liggja fyrir eftir helgi hvenær Alþingi kemur saman Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48