Katrín segir liggja fyrir eftir helgi hvenær Alþingi kemur saman Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48