Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 09:30 Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira