Veðrið á Airwaves: Vætusamt og kalt en að mestu laust við hvassviðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 14:45 Biðraðir eru óhjákvæmilegur fylgifiskur Airwaves. Vísir/Andri Marinó Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land. Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land.
Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00
Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30
Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00
Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11