Bjarni Benediktsson mun funda með Katrínu Jakobsdóttir klukkan tíu í fyrramálið. Fundurinn kemur til með að fara fram í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, í samtali við fréttastofu.
Hyggst Bjarni í kjölfar fundarins við Katrínu ræða við formenn hinna flokkanna, koll af kolli, eftir þingstyrksröð. Bjarni hefur nú þegar fundað með Sigurð Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, en þeir hittust klukkan 17 í dag.
Samkvæmt þingstyrk munu fundahöld Bjarna á morgun vera í eftirfarandi röð:
1) Vinstri Græn, 10 þingmenn
2) Píratar, 10 þingmenn
3) Viðreisn, 7 þingmenn.
4) Björt framtíð, 4 þingmenn.
5) Samfylkingin, 3 þingmenn.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum fyrr í dag. Sagði Bjarni í kjölfarið að hann myndi ræða við formenn allra flokka í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður.
Svona er fundadagskrá Bjarna fyrir morgundaginn

Tengdar fréttir

Bjarni Benediktsson fær umboðið
Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku.

Bjarni fundar fyrst með Sigurði Inga
Hittast í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn.