Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en samkvæmt frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í dag nema framlögin tæplega 1,2 milljörðum króna.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016 fara 666 milljónir króna í Framkvæmdasjóðinn og nemur því hækkunin milli ára um hálfum milljarði króna, en mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands.
Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð

Tengdar fréttir

Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju
1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár.

Gistináttagjald þrefaldast
Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt.