Segir út í hött að fara í tilraunaboranir í Eldvörpum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 09:00 Eldvörp á Reykjanesi. vísir/gva „Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
„Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira