„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 11:40 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. vísir/anton brink Borgarfulltrúar eru afar ósáttir við ákvörðun Fellaskóla um að neita barni í skólanum um að kaupa pítsu sem var á boðstólnum í tilefni öskudags í gær. Ástæðan var að barnið var ekki með mataráskrift hjá Reykjavíkurborg en hugðist greiða fyrir eina sneið. „Það er allt svo rangt við þetta. Ótrúlegt að henni skuli hafa verið neitað um að taka þátt í veislunni á öskudag. Það á ekki að neita börnum um mat heldur á að leysa málin ef einhverjar fjárhagsástæður eru erfiðar. Svo var reydnar ekki í þessu tilfelli en ég ítreka að það á ekki að skipta máli. Lagið þetta – strax,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, á Facebook-síðu sinni.Sjá einnig:Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, tekur í sama streng og segir að um hræðilegt mál sé að ræða. Hætta eigi að rukka sérstaklega fyrir þessa þjónustu. „Í Reykjavík hefur það verið skýr stefna að engu barni skuli neitað um mat, hvorki vegna efnahags eða annarra ástæðna. Þannig verður það samt aldrei í alvörunni fyrr en við hættum að rukka sérstaklega fyrir þessa grundvallarþjónustu. Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls – kostnaður vegna hennar á að koma úr sameiginlegum sjóðum – greiðast með útsvarinu,“ segir hún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í morgun að hann væri formlega búinn að óska eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði. Það er allt svo rangt við þetta. Ótrúlegt að henni skuli hafa verið neitað um að taka þátt í veislunnu á öskudag. Það á...Posted by Halldór Halldórsson on 11. febrúar 2016 Þetta er hræðilegt mál. Í Reykjavík hefur það verið skýr stefna að engu barni skuli neitað um mat, hvorki vegna efnahags...Posted by Sóley Tómasdóttir on 11. febrúar 2016 Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Borgarfulltrúar eru afar ósáttir við ákvörðun Fellaskóla um að neita barni í skólanum um að kaupa pítsu sem var á boðstólnum í tilefni öskudags í gær. Ástæðan var að barnið var ekki með mataráskrift hjá Reykjavíkurborg en hugðist greiða fyrir eina sneið. „Það er allt svo rangt við þetta. Ótrúlegt að henni skuli hafa verið neitað um að taka þátt í veislunni á öskudag. Það á ekki að neita börnum um mat heldur á að leysa málin ef einhverjar fjárhagsástæður eru erfiðar. Svo var reydnar ekki í þessu tilfelli en ég ítreka að það á ekki að skipta máli. Lagið þetta – strax,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, á Facebook-síðu sinni.Sjá einnig:Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, tekur í sama streng og segir að um hræðilegt mál sé að ræða. Hætta eigi að rukka sérstaklega fyrir þessa þjónustu. „Í Reykjavík hefur það verið skýr stefna að engu barni skuli neitað um mat, hvorki vegna efnahags eða annarra ástæðna. Þannig verður það samt aldrei í alvörunni fyrr en við hættum að rukka sérstaklega fyrir þessa grundvallarþjónustu. Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls – kostnaður vegna hennar á að koma úr sameiginlegum sjóðum – greiðast með útsvarinu,“ segir hún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í morgun að hann væri formlega búinn að óska eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði. Það er allt svo rangt við þetta. Ótrúlegt að henni skuli hafa verið neitað um að taka þátt í veislunnu á öskudag. Það á...Posted by Halldór Halldórsson on 11. febrúar 2016 Þetta er hræðilegt mál. Í Reykjavík hefur það verið skýr stefna að engu barni skuli neitað um mat, hvorki vegna efnahags...Posted by Sóley Tómasdóttir on 11. febrúar 2016
Tengdar fréttir Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01