Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 16:28 Sævar Helgi Bragason segir þessa uppgötvun marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheminum. Vísir „Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum: Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
„Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum:
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira