Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2016 16:29 Karl Garðarsson þingmaður heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vilji halda Sigurði Inga Jóhannssyni, mótframbjóðanda hans, frá ræðupúltinu í dagskrá komandi Flokksþings. Víst er að nú sýður á öllum keipum innan Framsóknarflokksins. Karl Garðarsson, sem lýst hefur yfir stuðningi við Sigurð Inga, hélt því fram fyrr í dag að ekki væri gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi talaði á Flokksþinginu. Hins vegar sé þar gert ráð fyrir klukkustundar langri tölu Sigmundar Davíðs. Vísir greindi skilmerkilega frá.Eygló blæs til fundar vegna framgöngu Sigmundar Davíðs Karl bætti síðan í á Facebook-vegg sínum og er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að þarna séu brögð í tafli; dagskráin sé beinlínis lögð þannig upp af hálfu Sigmundar Davíðs og hans mönnum. Hann segir að framkvæmdastjórn flokksins ákveði dagskrá flokksþings. „Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er formaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar. Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni.Karli úthúðað á hans eigin Facebook-síðu Vísir hefur reynt að ná tali af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að fá nánari útskýringar á þessu en án árangurs. Þessi færsla Karls hefur kallað fram gríðarlega reiði meðal Framsóknarmanna, einkum stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem telja Karl hinn mesta óþurftarmann og vera að vinna flokknum verulegt ógagn með því að greina frá þessu því sem menn telja að eigi ekkert erindi út fyrir raðir flokksmanna.Ein þeirra sem er ósátt við framgöngu Karls er borgarfulltrúinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún vandar honum ekki kveðjurnar en ljóst er að það er við að sjóða uppúr innan Framsóknarflokks.Að neðan má sjá færslu Karls Garðarssonar í heild sinni. Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vilji halda Sigurði Inga Jóhannssyni, mótframbjóðanda hans, frá ræðupúltinu í dagskrá komandi Flokksþings. Víst er að nú sýður á öllum keipum innan Framsóknarflokksins. Karl Garðarsson, sem lýst hefur yfir stuðningi við Sigurð Inga, hélt því fram fyrr í dag að ekki væri gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi talaði á Flokksþinginu. Hins vegar sé þar gert ráð fyrir klukkustundar langri tölu Sigmundar Davíðs. Vísir greindi skilmerkilega frá.Eygló blæs til fundar vegna framgöngu Sigmundar Davíðs Karl bætti síðan í á Facebook-vegg sínum og er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að þarna séu brögð í tafli; dagskráin sé beinlínis lögð þannig upp af hálfu Sigmundar Davíðs og hans mönnum. Hann segir að framkvæmdastjórn flokksins ákveði dagskrá flokksþings. „Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er formaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar. Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni.Karli úthúðað á hans eigin Facebook-síðu Vísir hefur reynt að ná tali af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að fá nánari útskýringar á þessu en án árangurs. Þessi færsla Karls hefur kallað fram gríðarlega reiði meðal Framsóknarmanna, einkum stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem telja Karl hinn mesta óþurftarmann og vera að vinna flokknum verulegt ógagn með því að greina frá þessu því sem menn telja að eigi ekkert erindi út fyrir raðir flokksmanna.Ein þeirra sem er ósátt við framgöngu Karls er borgarfulltrúinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún vandar honum ekki kveðjurnar en ljóst er að það er við að sjóða uppúr innan Framsóknarflokks.Að neðan má sjá færslu Karls Garðarssonar í heild sinni.
Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent