Sagan var líka skrifuð hér heima á Íslandi í júnímánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira