Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Bjarki Ármannsson skrifar 5. nóvember 2016 13:41 Málefni Efra-Breiðholts hafa verið í brennidepli í vikunni eftir að svört mynd var dregin upp af hverfinu í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkur. Vísir/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ætla að skoða ítarlega hvernig eftirliti í Fellahverfi í Breiðholti er háttað í kjölfar fréttar Fréttablaðsins í dag um málefni hverfisins. Þar sagðist erlendur verslunareigandi í Fellahverfi ítrekað hafa óskað eftir aðstoð lögreglu vegna fíkniefnaviðskipta í grennd við verslun sína án árangurs. „Við hringjum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir,“ er haft eftir verslunareigandanum, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann segist farinn að halda að lögreglan sinni honum síður þar sem hann er útlendingur.Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum áhyggjum í frétt Fréttablaðsins í dag.Vísir/EyþórÞá er rætt við starfsmann Gamla kaffihússins sem tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. Málefni Efra-Breiðholts hafa verið í brennidepli í vikunni eftir að svört mynd var dregin upp af hverfinu í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkur.Sjá einnig: Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér til fjölmiðla fyrir stuttu segir að embættið taki gagnrýnina sem fram kemur í fréttinni mjög alvarlega. „Lögreglan hefur verið í nánu sambandi við hverfasamtökin á svæðinu og mun skoða ítarlega hvernig eftirliti lögreglu í hverfinu er háttað og hvort hægt sé að gera betur í þeim efnum,“ segir í tilkynningunni. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að þjóna öllum íbúum í umdæminu með sama hætti og þar eru Breiðhyltingar svo sannarlega ekki undanskildir.“ Í tilkynningunni er því jafnframt alfarið vísað á bug að lögreglan geri greinarmun á fólki eftir þjóðerni. Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ætla að skoða ítarlega hvernig eftirliti í Fellahverfi í Breiðholti er háttað í kjölfar fréttar Fréttablaðsins í dag um málefni hverfisins. Þar sagðist erlendur verslunareigandi í Fellahverfi ítrekað hafa óskað eftir aðstoð lögreglu vegna fíkniefnaviðskipta í grennd við verslun sína án árangurs. „Við hringjum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir,“ er haft eftir verslunareigandanum, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann segist farinn að halda að lögreglan sinni honum síður þar sem hann er útlendingur.Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum áhyggjum í frétt Fréttablaðsins í dag.Vísir/EyþórÞá er rætt við starfsmann Gamla kaffihússins sem tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. Málefni Efra-Breiðholts hafa verið í brennidepli í vikunni eftir að svört mynd var dregin upp af hverfinu í nýrri skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkur.Sjá einnig: Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér til fjölmiðla fyrir stuttu segir að embættið taki gagnrýnina sem fram kemur í fréttinni mjög alvarlega. „Lögreglan hefur verið í nánu sambandi við hverfasamtökin á svæðinu og mun skoða ítarlega hvernig eftirliti lögreglu í hverfinu er háttað og hvort hægt sé að gera betur í þeim efnum,“ segir í tilkynningunni. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur áherslu á að þjóna öllum íbúum í umdæminu með sama hætti og þar eru Breiðhyltingar svo sannarlega ekki undanskildir.“ Í tilkynningunni er því jafnframt alfarið vísað á bug að lögreglan geri greinarmun á fólki eftir þjóðerni.
Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00