Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2016 20:43 Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira