Drykkfelldi skipstjórinn fékk 100 þúsund króna sekt og hélt för sinni áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2016 15:00 Frá vinstri: Sebastian, Bernd og Paul í upphafi ferðar þegar allt stefndi í eftirminnilega siglingu næstu þrjár vikurnar. Hún varð svo sannarlega eftirminnileg en af öðrum ástæðum en þeir reiknuðu með. Mynd/Paul Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06
Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00
Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45