Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Þessi ljósmynd vakti mikla athygli við fyrstu frétta blaðsins 15. mars. mynd/árni Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46