Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Þessi ljósmynd vakti mikla athygli við fyrstu frétta blaðsins 15. mars. mynd/árni Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46