Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 19:30 Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira