Íbúar Breiðholts vilja ekki Heklu í Mjóddina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 23:39 Íbúar í Breiholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. VÍSIR/STEFÁN Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum. Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum.
Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00