Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2016 11:28 Björt vildi ekki sitja undir kjaftæði hins miðaldra kalls sem birtist henni í líki Jóns Gunnarssonar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00