Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 10:44 Casa Christi. Vísir/Vilhelm Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“. Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“.
Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00