Fagna lífinu í stað þess að flækja það Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. júlí 2016 15:45 Sylvía Erla Melsted sendi frá sér glænýtt lag í gær. Hún mun koma fram á Þjóðhátíð í ár og hlakkar mikið til. Myndir/Saga Sig Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár. „Ég var að klára Verzlunarskóla Íslands og stefni ekki á meira nám að svo stöddu. Núna get ég einbeitt mér 100% að tónlistinni. Hún hefur verið mín atvinna í sumar ásamt því að að vinna að heimildarmynd um lesblindu og fjölda verkefna í kringum hana. Svo ætla ég eitthvað til útlanda,“ segir söngkonan Sylvía Erla Melsted um sumarplönin. Sylvía sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en áður höfðu lögin Getaway og Gone notið mikilla vinsælda. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar nýja lagið um það að fagna lífinu.Fagna og hafa gaman „Ég samdi textann en Printz Bord og ég sömdum lagið í sameiningu. Ég elska þetta lag og textinn á líka svo vel við í dag. Að fagna lífinu og hafa gaman, eins og við gerðum þegar landsliðinu okkar gekk vel á EM. En við eigum ekki bara að fagna þegar vel gengur, heldur fagna öllum stundum í lífi okkar. Tíminn okkar er svo dýrmætur, við verðum að nýta hann vel. Við eigum ekki að eyða tímanum í að flækja lífið og vera með almenn leiðindi. Lagið er um það, þó að á móti blási þá má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!“Hálfan dag á þjóðhátíð Sylvía mun koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sjálf hefur hún einungis einu sinni áður farið á Þjóðhátíð og hlakkar því mikið til. „Ég fór með mömmu minni og kærastanum. Við vorum bara í hálfan dag en ég fékk að upplifa brekkusönginn sem var geggjað. Það leggst mjög vel í mig að koma sjálf fram og ég er spennt,“ segir hún en það vakti athygli þegar tilkynnt var um þátttöku hennar og Ragnhildar Gísladóttur í dagskrá Þjóðhátíðar, þar sem þótti halla á konur. „Það hefði verið gaman að hafa fleiri konur með í ár því við eigum svo ótrúlega mikið af flottum tónlistarkonum. En á Íslandi erum við svo heppin að eiga svo mikið af frábæru tónlistarfólki að ég held að það sé mjög erfitt að velja. Ég hef það samt á tilfinningunni að það verði kona sem mun syngja næsta þjóðhátíðarlag #girlpower!“„Þó að á móti blási má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!”Beyonce og mamma fyrirmyndirnarÁttu þér fyrirmynd í tónlistarheiminum? „Þeir sem þekkja mig vita að það er engin önnur en Beyoncé. Það er ekki hægt að elska hana meira en ég geri. Hún er án gríns fyrirmynd mín í lífinu líka og auðvitað mamma mín,“ segir Sylvía brosandi. „Dans og söngur hefur verið mitt áhugamál síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að læra á píanó í Suzuki fjögurra ára gömul. Mamma var búin að skrá mig þegar ég var bara nokkurra mánaða. Síðan var ég í söngskóla Maríu Bjarkar og síðastliðin ár hef ég verið að læra óperu hjá Alínu Dublik og ég ætla að halda áfram að bæta við mig söngstigum hjá henni. Ég hætti að æfa á píanó 12 ára en bý enn þá að náminu. Ég sem stundum á píanó.“Hvernig semurðu lögin? „Ég sem alltaf söguna fyrst sem ég vil segja, síðan finn ég laglínu og set söguna í texta. Textarnir og sagan skipta mig miklu máli. En ég hef stundum strandað og kem ekki sögunni í texta og þá bara finn ég einhvern til að gera textann við söguna. Ég hef verið að vinna með fólki héðan og þaðan. Ég er búin að vinna með strákunum í Stop Wait Go, Lárusi Arnarsyni, stráknum í September, Mike Erikson frá Svíþjóð og einnig Printz Board frá L.A.Hvað ertu að hlusta á? „Ég hlusta á flestalla tónlist. Mest á Beyoncé, Erykah Badu, Micheal Jackson, Drake, The Weekend, elska samt að hlusta á eldri tónlist. Eins og Arethu Franklin, Billy Holiday og Jackson 5.“ Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár. „Ég var að klára Verzlunarskóla Íslands og stefni ekki á meira nám að svo stöddu. Núna get ég einbeitt mér 100% að tónlistinni. Hún hefur verið mín atvinna í sumar ásamt því að að vinna að heimildarmynd um lesblindu og fjölda verkefna í kringum hana. Svo ætla ég eitthvað til útlanda,“ segir söngkonan Sylvía Erla Melsted um sumarplönin. Sylvía sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en áður höfðu lögin Getaway og Gone notið mikilla vinsælda. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar nýja lagið um það að fagna lífinu.Fagna og hafa gaman „Ég samdi textann en Printz Bord og ég sömdum lagið í sameiningu. Ég elska þetta lag og textinn á líka svo vel við í dag. Að fagna lífinu og hafa gaman, eins og við gerðum þegar landsliðinu okkar gekk vel á EM. En við eigum ekki bara að fagna þegar vel gengur, heldur fagna öllum stundum í lífi okkar. Tíminn okkar er svo dýrmætur, við verðum að nýta hann vel. Við eigum ekki að eyða tímanum í að flækja lífið og vera með almenn leiðindi. Lagið er um það, þó að á móti blási þá má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!“Hálfan dag á þjóðhátíð Sylvía mun koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sjálf hefur hún einungis einu sinni áður farið á Þjóðhátíð og hlakkar því mikið til. „Ég fór með mömmu minni og kærastanum. Við vorum bara í hálfan dag en ég fékk að upplifa brekkusönginn sem var geggjað. Það leggst mjög vel í mig að koma sjálf fram og ég er spennt,“ segir hún en það vakti athygli þegar tilkynnt var um þátttöku hennar og Ragnhildar Gísladóttur í dagskrá Þjóðhátíðar, þar sem þótti halla á konur. „Það hefði verið gaman að hafa fleiri konur með í ár því við eigum svo ótrúlega mikið af flottum tónlistarkonum. En á Íslandi erum við svo heppin að eiga svo mikið af frábæru tónlistarfólki að ég held að það sé mjög erfitt að velja. Ég hef það samt á tilfinningunni að það verði kona sem mun syngja næsta þjóðhátíðarlag #girlpower!“„Þó að á móti blási má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!”Beyonce og mamma fyrirmyndirnarÁttu þér fyrirmynd í tónlistarheiminum? „Þeir sem þekkja mig vita að það er engin önnur en Beyoncé. Það er ekki hægt að elska hana meira en ég geri. Hún er án gríns fyrirmynd mín í lífinu líka og auðvitað mamma mín,“ segir Sylvía brosandi. „Dans og söngur hefur verið mitt áhugamál síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að læra á píanó í Suzuki fjögurra ára gömul. Mamma var búin að skrá mig þegar ég var bara nokkurra mánaða. Síðan var ég í söngskóla Maríu Bjarkar og síðastliðin ár hef ég verið að læra óperu hjá Alínu Dublik og ég ætla að halda áfram að bæta við mig söngstigum hjá henni. Ég hætti að æfa á píanó 12 ára en bý enn þá að náminu. Ég sem stundum á píanó.“Hvernig semurðu lögin? „Ég sem alltaf söguna fyrst sem ég vil segja, síðan finn ég laglínu og set söguna í texta. Textarnir og sagan skipta mig miklu máli. En ég hef stundum strandað og kem ekki sögunni í texta og þá bara finn ég einhvern til að gera textann við söguna. Ég hef verið að vinna með fólki héðan og þaðan. Ég er búin að vinna með strákunum í Stop Wait Go, Lárusi Arnarsyni, stráknum í September, Mike Erikson frá Svíþjóð og einnig Printz Board frá L.A.Hvað ertu að hlusta á? „Ég hlusta á flestalla tónlist. Mest á Beyoncé, Erykah Badu, Micheal Jackson, Drake, The Weekend, elska samt að hlusta á eldri tónlist. Eins og Arethu Franklin, Billy Holiday og Jackson 5.“
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira