Fagna lífinu í stað þess að flækja það Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. júlí 2016 15:45 Sylvía Erla Melsted sendi frá sér glænýtt lag í gær. Hún mun koma fram á Þjóðhátíð í ár og hlakkar mikið til. Myndir/Saga Sig Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár. „Ég var að klára Verzlunarskóla Íslands og stefni ekki á meira nám að svo stöddu. Núna get ég einbeitt mér 100% að tónlistinni. Hún hefur verið mín atvinna í sumar ásamt því að að vinna að heimildarmynd um lesblindu og fjölda verkefna í kringum hana. Svo ætla ég eitthvað til útlanda,“ segir söngkonan Sylvía Erla Melsted um sumarplönin. Sylvía sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en áður höfðu lögin Getaway og Gone notið mikilla vinsælda. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar nýja lagið um það að fagna lífinu.Fagna og hafa gaman „Ég samdi textann en Printz Bord og ég sömdum lagið í sameiningu. Ég elska þetta lag og textinn á líka svo vel við í dag. Að fagna lífinu og hafa gaman, eins og við gerðum þegar landsliðinu okkar gekk vel á EM. En við eigum ekki bara að fagna þegar vel gengur, heldur fagna öllum stundum í lífi okkar. Tíminn okkar er svo dýrmætur, við verðum að nýta hann vel. Við eigum ekki að eyða tímanum í að flækja lífið og vera með almenn leiðindi. Lagið er um það, þó að á móti blási þá má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!“Hálfan dag á þjóðhátíð Sylvía mun koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sjálf hefur hún einungis einu sinni áður farið á Þjóðhátíð og hlakkar því mikið til. „Ég fór með mömmu minni og kærastanum. Við vorum bara í hálfan dag en ég fékk að upplifa brekkusönginn sem var geggjað. Það leggst mjög vel í mig að koma sjálf fram og ég er spennt,“ segir hún en það vakti athygli þegar tilkynnt var um þátttöku hennar og Ragnhildar Gísladóttur í dagskrá Þjóðhátíðar, þar sem þótti halla á konur. „Það hefði verið gaman að hafa fleiri konur með í ár því við eigum svo ótrúlega mikið af flottum tónlistarkonum. En á Íslandi erum við svo heppin að eiga svo mikið af frábæru tónlistarfólki að ég held að það sé mjög erfitt að velja. Ég hef það samt á tilfinningunni að það verði kona sem mun syngja næsta þjóðhátíðarlag #girlpower!“„Þó að á móti blási má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!”Beyonce og mamma fyrirmyndirnarÁttu þér fyrirmynd í tónlistarheiminum? „Þeir sem þekkja mig vita að það er engin önnur en Beyoncé. Það er ekki hægt að elska hana meira en ég geri. Hún er án gríns fyrirmynd mín í lífinu líka og auðvitað mamma mín,“ segir Sylvía brosandi. „Dans og söngur hefur verið mitt áhugamál síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að læra á píanó í Suzuki fjögurra ára gömul. Mamma var búin að skrá mig þegar ég var bara nokkurra mánaða. Síðan var ég í söngskóla Maríu Bjarkar og síðastliðin ár hef ég verið að læra óperu hjá Alínu Dublik og ég ætla að halda áfram að bæta við mig söngstigum hjá henni. Ég hætti að æfa á píanó 12 ára en bý enn þá að náminu. Ég sem stundum á píanó.“Hvernig semurðu lögin? „Ég sem alltaf söguna fyrst sem ég vil segja, síðan finn ég laglínu og set söguna í texta. Textarnir og sagan skipta mig miklu máli. En ég hef stundum strandað og kem ekki sögunni í texta og þá bara finn ég einhvern til að gera textann við söguna. Ég hef verið að vinna með fólki héðan og þaðan. Ég er búin að vinna með strákunum í Stop Wait Go, Lárusi Arnarsyni, stráknum í September, Mike Erikson frá Svíþjóð og einnig Printz Board frá L.A.Hvað ertu að hlusta á? „Ég hlusta á flestalla tónlist. Mest á Beyoncé, Erykah Badu, Micheal Jackson, Drake, The Weekend, elska samt að hlusta á eldri tónlist. Eins og Arethu Franklin, Billy Holiday og Jackson 5.“ Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár. „Ég var að klára Verzlunarskóla Íslands og stefni ekki á meira nám að svo stöddu. Núna get ég einbeitt mér 100% að tónlistinni. Hún hefur verið mín atvinna í sumar ásamt því að að vinna að heimildarmynd um lesblindu og fjölda verkefna í kringum hana. Svo ætla ég eitthvað til útlanda,“ segir söngkonan Sylvía Erla Melsted um sumarplönin. Sylvía sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en áður höfðu lögin Getaway og Gone notið mikilla vinsælda. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar nýja lagið um það að fagna lífinu.Fagna og hafa gaman „Ég samdi textann en Printz Bord og ég sömdum lagið í sameiningu. Ég elska þetta lag og textinn á líka svo vel við í dag. Að fagna lífinu og hafa gaman, eins og við gerðum þegar landsliðinu okkar gekk vel á EM. En við eigum ekki bara að fagna þegar vel gengur, heldur fagna öllum stundum í lífi okkar. Tíminn okkar er svo dýrmætur, við verðum að nýta hann vel. Við eigum ekki að eyða tímanum í að flækja lífið og vera með almenn leiðindi. Lagið er um það, þó að á móti blási þá má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!“Hálfan dag á þjóðhátíð Sylvía mun koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sjálf hefur hún einungis einu sinni áður farið á Þjóðhátíð og hlakkar því mikið til. „Ég fór með mömmu minni og kærastanum. Við vorum bara í hálfan dag en ég fékk að upplifa brekkusönginn sem var geggjað. Það leggst mjög vel í mig að koma sjálf fram og ég er spennt,“ segir hún en það vakti athygli þegar tilkynnt var um þátttöku hennar og Ragnhildar Gísladóttur í dagskrá Þjóðhátíðar, þar sem þótti halla á konur. „Það hefði verið gaman að hafa fleiri konur með í ár því við eigum svo ótrúlega mikið af flottum tónlistarkonum. En á Íslandi erum við svo heppin að eiga svo mikið af frábæru tónlistarfólki að ég held að það sé mjög erfitt að velja. Ég hef það samt á tilfinningunni að það verði kona sem mun syngja næsta þjóðhátíðarlag #girlpower!“„Þó að á móti blási má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!”Beyonce og mamma fyrirmyndirnarÁttu þér fyrirmynd í tónlistarheiminum? „Þeir sem þekkja mig vita að það er engin önnur en Beyoncé. Það er ekki hægt að elska hana meira en ég geri. Hún er án gríns fyrirmynd mín í lífinu líka og auðvitað mamma mín,“ segir Sylvía brosandi. „Dans og söngur hefur verið mitt áhugamál síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að læra á píanó í Suzuki fjögurra ára gömul. Mamma var búin að skrá mig þegar ég var bara nokkurra mánaða. Síðan var ég í söngskóla Maríu Bjarkar og síðastliðin ár hef ég verið að læra óperu hjá Alínu Dublik og ég ætla að halda áfram að bæta við mig söngstigum hjá henni. Ég hætti að æfa á píanó 12 ára en bý enn þá að náminu. Ég sem stundum á píanó.“Hvernig semurðu lögin? „Ég sem alltaf söguna fyrst sem ég vil segja, síðan finn ég laglínu og set söguna í texta. Textarnir og sagan skipta mig miklu máli. En ég hef stundum strandað og kem ekki sögunni í texta og þá bara finn ég einhvern til að gera textann við söguna. Ég hef verið að vinna með fólki héðan og þaðan. Ég er búin að vinna með strákunum í Stop Wait Go, Lárusi Arnarsyni, stráknum í September, Mike Erikson frá Svíþjóð og einnig Printz Board frá L.A.Hvað ertu að hlusta á? „Ég hlusta á flestalla tónlist. Mest á Beyoncé, Erykah Badu, Micheal Jackson, Drake, The Weekend, elska samt að hlusta á eldri tónlist. Eins og Arethu Franklin, Billy Holiday og Jackson 5.“
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning