Fær bætur frá ríkinu: Hleranir í umfangsmikilli fíkniefnarannsókn komu að engu gagni Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2016 23:06 Héraðsdómur sagði manninn ekki hafa gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans. Vísir/Getty Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira