Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:17 Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira