Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp Gissur Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2016 13:00 Verkfræðistofan EFLA hannaði nýtt skilti sem sett var upp síðdegis í gær. Fyrr um daginn voru þrír hætt komnir og í lífshættu að mati leiðsögumanns. Mynd/EFLA Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38