Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 12:27 Skjáskot úr myndband Inspired by Iceland. Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland, sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni, en frumkvæði að herferðinni hafði samráðsvettvangur stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Skot af dansi úti á jökunum sjást tvisvar í myndbandinu en það vakti mikla athygli þegar það kom út fyrir nokkrum árum. Myndbandið má sjá hér að neðan en umrædd skot eru á sekúndu 30 og sekúndu 59. Inspired by Iceland from MaddMultimedia.com on Vimeo.Mikið hefur verið rætt um öryggi ferðamanna hér á landi undanfarin misseri en á þessu ári hafa tveir ferðamenn látist af slysförum, annars vegar í köfunarslysi í Silfru í janúar og hins vegar í Reynisfjöru í síðustu viku. Þá var óttast um 40-50 ferðamenn sem gengu fleiri hundruð metra út á ísjaka í Jökulsárlóni í gær til að komast nær selaþyrpingu.Sjá einnig: Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, sagði í samtali við fréttastofu að fólkið hefði hvorki verið hrætt né skammast sín fyrir uppátækið en ekki þarf að fjölyrða mikið um það að það er háskaleikur að fara út á ísinn. Engin viðvörunarskilti eru þó við lónið sem vara ferðamenn við því hversu hættulegt það getur verið að labba út á ísjakana. Það þarf því ekki að koma sérstaklega á óvart að einhverjir ferðamenn geri slíkt, ekki síst ef það hefur kannski séð kynningarmyndband um Ísland þar sem fólk dansar úti á ísjaka.Gosið í Eyjafjallajökli hófst í apríl árið 2010.Vísir/VilhelmÁtti að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli Inspired by Iceland-herferðin var kynnt þann 21. maí 2010. Eins og segir í frétt á vef Ferðamálastofu um herferðina var átakinu ætlað að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli sem hófst þann 14. apríl 2010 og lauk 23. maí sama ár. Aska úr gosinu dreifðist um alla Evrópu og gerði það að verkum að flugumferð raskaðist mjög mikið. Í mörgum löndum lögðust flugsamgöngur alveg af dögum saman vegna öskunnar með tilheyrandi óánægju flugfarþega sem sumir hverjir sögðust í sjónvarpsviðtölum hata Ísland. Inspired by Iceland átti að styrkja ímynd Íslands í kjölfar eldgossins og skapa tækifæri úr þeirri miklu umfjöllun sem landið fékk í erlendum fjölmiðlum vegna Eyjafjallajökuls.Frá Reynisfjöru.vísir/friðrik þórKenna ábyrga hegðun á Íslandi Segja má að mikil fjölgun ferðamanna síðastliðin ár sé til marks um að herferðin Inspired by Iceland hafi gengið vel þó fleiri þættir hafi án efa einnig haft áhrif á fjölgunina. Ferðaþjónustan er þannig orðin ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar en mjög hefur verið gagnrýnt að innviðauppbygging í greininni hafi ekki fylgt fjölguninni. Það sjáist til að mynda í því að öryggisráðstöfunum sé víða ábótavant auk þess sem aðilum í greininni hefur orðið tíðrætt um það að auka þurfi fræðslu og forvarnir fyrir ferðamenn. Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar einmitt að því auka fræðslu við ferðamenn hérlendis og heitir Iceland Academy. Herferðin er frábrugðin öðrum markaðsherferðum þar sem áherslan hefur verið á að minnka árstíðasveiflur og fleira í þeim dúr en nú var ákveðið að fara þá leið að kenna ábyrga hegðun á Íslandi, og kannski ekki að ástæðulausu.Uppfært kl. 14.45: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Inspired by Iceland hafi verið markaðsátak Ferðamálastofu en það er ekki rétt og hefur nú verið lagfært. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland, sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni, en frumkvæði að herferðinni hafði samráðsvettvangur stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Skot af dansi úti á jökunum sjást tvisvar í myndbandinu en það vakti mikla athygli þegar það kom út fyrir nokkrum árum. Myndbandið má sjá hér að neðan en umrædd skot eru á sekúndu 30 og sekúndu 59. Inspired by Iceland from MaddMultimedia.com on Vimeo.Mikið hefur verið rætt um öryggi ferðamanna hér á landi undanfarin misseri en á þessu ári hafa tveir ferðamenn látist af slysförum, annars vegar í köfunarslysi í Silfru í janúar og hins vegar í Reynisfjöru í síðustu viku. Þá var óttast um 40-50 ferðamenn sem gengu fleiri hundruð metra út á ísjaka í Jökulsárlóni í gær til að komast nær selaþyrpingu.Sjá einnig: Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, sagði í samtali við fréttastofu að fólkið hefði hvorki verið hrætt né skammast sín fyrir uppátækið en ekki þarf að fjölyrða mikið um það að það er háskaleikur að fara út á ísinn. Engin viðvörunarskilti eru þó við lónið sem vara ferðamenn við því hversu hættulegt það getur verið að labba út á ísjakana. Það þarf því ekki að koma sérstaklega á óvart að einhverjir ferðamenn geri slíkt, ekki síst ef það hefur kannski séð kynningarmyndband um Ísland þar sem fólk dansar úti á ísjaka.Gosið í Eyjafjallajökli hófst í apríl árið 2010.Vísir/VilhelmÁtti að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli Inspired by Iceland-herferðin var kynnt þann 21. maí 2010. Eins og segir í frétt á vef Ferðamálastofu um herferðina var átakinu ætlað að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli sem hófst þann 14. apríl 2010 og lauk 23. maí sama ár. Aska úr gosinu dreifðist um alla Evrópu og gerði það að verkum að flugumferð raskaðist mjög mikið. Í mörgum löndum lögðust flugsamgöngur alveg af dögum saman vegna öskunnar með tilheyrandi óánægju flugfarþega sem sumir hverjir sögðust í sjónvarpsviðtölum hata Ísland. Inspired by Iceland átti að styrkja ímynd Íslands í kjölfar eldgossins og skapa tækifæri úr þeirri miklu umfjöllun sem landið fékk í erlendum fjölmiðlum vegna Eyjafjallajökuls.Frá Reynisfjöru.vísir/friðrik þórKenna ábyrga hegðun á Íslandi Segja má að mikil fjölgun ferðamanna síðastliðin ár sé til marks um að herferðin Inspired by Iceland hafi gengið vel þó fleiri þættir hafi án efa einnig haft áhrif á fjölgunina. Ferðaþjónustan er þannig orðin ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar en mjög hefur verið gagnrýnt að innviðauppbygging í greininni hafi ekki fylgt fjölguninni. Það sjáist til að mynda í því að öryggisráðstöfunum sé víða ábótavant auk þess sem aðilum í greininni hefur orðið tíðrætt um það að auka þurfi fræðslu og forvarnir fyrir ferðamenn. Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar einmitt að því auka fræðslu við ferðamenn hérlendis og heitir Iceland Academy. Herferðin er frábrugðin öðrum markaðsherferðum þar sem áherslan hefur verið á að minnka árstíðasveiflur og fleira í þeim dúr en nú var ákveðið að fara þá leið að kenna ábyrga hegðun á Íslandi, og kannski ekki að ástæðulausu.Uppfært kl. 14.45: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Inspired by Iceland hafi verið markaðsátak Ferðamálastofu en það er ekki rétt og hefur nú verið lagfært.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55
Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55
Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57