Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 12:27 Skjáskot úr myndband Inspired by Iceland. Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland, sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni, en frumkvæði að herferðinni hafði samráðsvettvangur stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Skot af dansi úti á jökunum sjást tvisvar í myndbandinu en það vakti mikla athygli þegar það kom út fyrir nokkrum árum. Myndbandið má sjá hér að neðan en umrædd skot eru á sekúndu 30 og sekúndu 59. Inspired by Iceland from MaddMultimedia.com on Vimeo.Mikið hefur verið rætt um öryggi ferðamanna hér á landi undanfarin misseri en á þessu ári hafa tveir ferðamenn látist af slysförum, annars vegar í köfunarslysi í Silfru í janúar og hins vegar í Reynisfjöru í síðustu viku. Þá var óttast um 40-50 ferðamenn sem gengu fleiri hundruð metra út á ísjaka í Jökulsárlóni í gær til að komast nær selaþyrpingu.Sjá einnig: Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, sagði í samtali við fréttastofu að fólkið hefði hvorki verið hrætt né skammast sín fyrir uppátækið en ekki þarf að fjölyrða mikið um það að það er háskaleikur að fara út á ísinn. Engin viðvörunarskilti eru þó við lónið sem vara ferðamenn við því hversu hættulegt það getur verið að labba út á ísjakana. Það þarf því ekki að koma sérstaklega á óvart að einhverjir ferðamenn geri slíkt, ekki síst ef það hefur kannski séð kynningarmyndband um Ísland þar sem fólk dansar úti á ísjaka.Gosið í Eyjafjallajökli hófst í apríl árið 2010.Vísir/VilhelmÁtti að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli Inspired by Iceland-herferðin var kynnt þann 21. maí 2010. Eins og segir í frétt á vef Ferðamálastofu um herferðina var átakinu ætlað að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli sem hófst þann 14. apríl 2010 og lauk 23. maí sama ár. Aska úr gosinu dreifðist um alla Evrópu og gerði það að verkum að flugumferð raskaðist mjög mikið. Í mörgum löndum lögðust flugsamgöngur alveg af dögum saman vegna öskunnar með tilheyrandi óánægju flugfarþega sem sumir hverjir sögðust í sjónvarpsviðtölum hata Ísland. Inspired by Iceland átti að styrkja ímynd Íslands í kjölfar eldgossins og skapa tækifæri úr þeirri miklu umfjöllun sem landið fékk í erlendum fjölmiðlum vegna Eyjafjallajökuls.Frá Reynisfjöru.vísir/friðrik þórKenna ábyrga hegðun á Íslandi Segja má að mikil fjölgun ferðamanna síðastliðin ár sé til marks um að herferðin Inspired by Iceland hafi gengið vel þó fleiri þættir hafi án efa einnig haft áhrif á fjölgunina. Ferðaþjónustan er þannig orðin ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar en mjög hefur verið gagnrýnt að innviðauppbygging í greininni hafi ekki fylgt fjölguninni. Það sjáist til að mynda í því að öryggisráðstöfunum sé víða ábótavant auk þess sem aðilum í greininni hefur orðið tíðrætt um það að auka þurfi fræðslu og forvarnir fyrir ferðamenn. Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar einmitt að því auka fræðslu við ferðamenn hérlendis og heitir Iceland Academy. Herferðin er frábrugðin öðrum markaðsherferðum þar sem áherslan hefur verið á að minnka árstíðasveiflur og fleira í þeim dúr en nú var ákveðið að fara þá leið að kenna ábyrga hegðun á Íslandi, og kannski ekki að ástæðulausu.Uppfært kl. 14.45: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Inspired by Iceland hafi verið markaðsátak Ferðamálastofu en það er ekki rétt og hefur nú verið lagfært. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland, sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni, en frumkvæði að herferðinni hafði samráðsvettvangur stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Skot af dansi úti á jökunum sjást tvisvar í myndbandinu en það vakti mikla athygli þegar það kom út fyrir nokkrum árum. Myndbandið má sjá hér að neðan en umrædd skot eru á sekúndu 30 og sekúndu 59. Inspired by Iceland from MaddMultimedia.com on Vimeo.Mikið hefur verið rætt um öryggi ferðamanna hér á landi undanfarin misseri en á þessu ári hafa tveir ferðamenn látist af slysförum, annars vegar í köfunarslysi í Silfru í janúar og hins vegar í Reynisfjöru í síðustu viku. Þá var óttast um 40-50 ferðamenn sem gengu fleiri hundruð metra út á ísjaka í Jökulsárlóni í gær til að komast nær selaþyrpingu.Sjá einnig: Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, sagði í samtali við fréttastofu að fólkið hefði hvorki verið hrætt né skammast sín fyrir uppátækið en ekki þarf að fjölyrða mikið um það að það er háskaleikur að fara út á ísinn. Engin viðvörunarskilti eru þó við lónið sem vara ferðamenn við því hversu hættulegt það getur verið að labba út á ísjakana. Það þarf því ekki að koma sérstaklega á óvart að einhverjir ferðamenn geri slíkt, ekki síst ef það hefur kannski séð kynningarmyndband um Ísland þar sem fólk dansar úti á ísjaka.Gosið í Eyjafjallajökli hófst í apríl árið 2010.Vísir/VilhelmÁtti að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli Inspired by Iceland-herferðin var kynnt þann 21. maí 2010. Eins og segir í frétt á vef Ferðamálastofu um herferðina var átakinu ætlað að draga úr neikvæðum áhrifum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli sem hófst þann 14. apríl 2010 og lauk 23. maí sama ár. Aska úr gosinu dreifðist um alla Evrópu og gerði það að verkum að flugumferð raskaðist mjög mikið. Í mörgum löndum lögðust flugsamgöngur alveg af dögum saman vegna öskunnar með tilheyrandi óánægju flugfarþega sem sumir hverjir sögðust í sjónvarpsviðtölum hata Ísland. Inspired by Iceland átti að styrkja ímynd Íslands í kjölfar eldgossins og skapa tækifæri úr þeirri miklu umfjöllun sem landið fékk í erlendum fjölmiðlum vegna Eyjafjallajökuls.Frá Reynisfjöru.vísir/friðrik þórKenna ábyrga hegðun á Íslandi Segja má að mikil fjölgun ferðamanna síðastliðin ár sé til marks um að herferðin Inspired by Iceland hafi gengið vel þó fleiri þættir hafi án efa einnig haft áhrif á fjölgunina. Ferðaþjónustan er þannig orðin ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar en mjög hefur verið gagnrýnt að innviðauppbygging í greininni hafi ekki fylgt fjölguninni. Það sjáist til að mynda í því að öryggisráðstöfunum sé víða ábótavant auk þess sem aðilum í greininni hefur orðið tíðrætt um það að auka þurfi fræðslu og forvarnir fyrir ferðamenn. Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar einmitt að því auka fræðslu við ferðamenn hérlendis og heitir Iceland Academy. Herferðin er frábrugðin öðrum markaðsherferðum þar sem áherslan hefur verið á að minnka árstíðasveiflur og fleira í þeim dúr en nú var ákveðið að fara þá leið að kenna ábyrga hegðun á Íslandi, og kannski ekki að ástæðulausu.Uppfært kl. 14.45: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Inspired by Iceland hafi verið markaðsátak Ferðamálastofu en það er ekki rétt og hefur nú verið lagfært.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55
Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55
Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57