Hafa beðið eftir flugi heim í um 18 klukkustundir Ásgeir Erlendsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. apríl 2016 12:00 Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum. Fréttir af flugi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira