Hafa beðið eftir flugi heim í um 18 klukkustundir Ásgeir Erlendsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. apríl 2016 12:00 Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum. Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira