Ásamt Sigmundi Davíð eru þar:
- Ayad Allawi fyrrverandi forsætisráðherra Íraks,
- Ali Abu al-Ragheb fyrrverandi forsætisráðherra Jórdan,
- Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani fyrrverandi forsætisráðherra Katar,
- Sheikh Hamad bin Khalifa Al Thani fyrrverandi emír af Katar,
- Salman bin Abdulaziz bin Abdulrahman Al Saud konungur Sádí Arabíu,
- Ahmad Ali al-Mirghani fyrrverandi forseti Súdan,
- Khalifa bin Zayed bin Sultan Al Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna,
- Pavlo Lazarenko fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu
- og Petro Poroshenko forseti Úkraínu.
Pavlo Lazarenko var einu sinni sagður einn af tíu spilltustu stjórnmálamönnum heimsins en hann sat í fangelsi í átta ár í Bandaríkjunum eftir að hafa verið dæmdur fyrir peningaþvætti og samsæri.
Þá er einnig listi yfir nöfn ættingja þjóðarleiðtoga sem eru að finna í Panama-skjölunum. Þar á meðal fjölskylda Ilham Aliyev, forseta Aseribaídsjan, æskuvinir og nánir vinir Vladimirs Putin forseta Rússlands, dóttir fyrrverandi leiðtoga Kína, frændur forseta Sýrlands og Ian Cameron faðir forsætisráðherra Bretlands.