Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sveinn Arnarsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vandar Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í bréfi sínu til flokkssystkina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. Sagði hann mikilvægt að ekki yrði anað út í kosningar til Alþingis fyrr en sitjandi ríkisstjórn hefði klárað ýmis stór og mikilvæg mál í þinginu. Í bréfi formannsins til flokkssystkina sinna segir hann hluta samstarfsmanna í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasaman um að flýta kosningum. Segir hann mikilvægt að sitjandi stjórnvöld flýti sér ekki í kosningar heldur haldi áfram að vinna að sínum málum. „Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar,“ segir í bréfinu. Þeir sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær vildu ekki tjá sig efnislega um bréf Sigmundar Davíðs. Hins vegar voru allir á einu máli um að Sjálfstæðisflokkurinn væri á leið í kosningar á haustmánuðum hvað sem orðum formanns Framsóknarflokksins liði. Þing mun koma saman á nýjan leik þann 10.?ágúst næstkomandi til að klára nokkur mál sem náðust ekki fyrir forsetakosningarnar í júní. Fréttablaðið reyndi að ná tali af formanni Framsóknarflokksins en það bar ekki árangur. Ekki náðist í forsætisráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, þar sem hann var í hestaferð.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. Sagði hann mikilvægt að ekki yrði anað út í kosningar til Alþingis fyrr en sitjandi ríkisstjórn hefði klárað ýmis stór og mikilvæg mál í þinginu. Í bréfi formannsins til flokkssystkina sinna segir hann hluta samstarfsmanna í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasaman um að flýta kosningum. Segir hann mikilvægt að sitjandi stjórnvöld flýti sér ekki í kosningar heldur haldi áfram að vinna að sínum málum. „Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar,“ segir í bréfinu. Þeir sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær vildu ekki tjá sig efnislega um bréf Sigmundar Davíðs. Hins vegar voru allir á einu máli um að Sjálfstæðisflokkurinn væri á leið í kosningar á haustmánuðum hvað sem orðum formanns Framsóknarflokksins liði. Þing mun koma saman á nýjan leik þann 10.?ágúst næstkomandi til að klára nokkur mál sem náðust ekki fyrir forsetakosningarnar í júní. Fréttablaðið reyndi að ná tali af formanni Framsóknarflokksins en það bar ekki árangur. Ekki náðist í forsætisráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, þar sem hann var í hestaferð.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira