Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:28 Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.Sjálfstæðismenn áhugasamir um kosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi bréf til flokksmanna í gær þar sem fram kemur að hann muni á næstunni hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Þá tjáir Sigmundur sig einnig um boðaðar alþingiskosningar í haust en í bréfinu segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.” Það hafa þó fleiri en sjálfstæðismenn talað í þá veru að flýta kosningum en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var spurður um málið á Alþingi 28. apríl síðastliðinn af Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. „Ætlar forsætisráðherra hæstvirtur að boða til kosninga í haust,“ spurði Ásta Guðrún. Og svar Sigurður Inga var eftirfarandi: „Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrulega já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum hér bæði við minnihlutann og í yfirlýsingum forystumanna flokkanna,“ sagði Sigurður Ingi.„Fullkomlega skýrt“ Er þetta ekki afskaplega skýrt Sigmundur. Að það verði boðað til alþingiskosninga í haust? „Það er bara mjög skýrt og fullkomlega skýrt, vegna þess að ég tók þátt í þessu á sínum tíma þegar að verið var að ganga frá þessu, að þetta væri háð því að við kláruðum fyrst þessi mál sem við ætluðum okkur að klára. Í því felst hugmyndin. Til hvers að bjóða upp á það að flýta kosningum ef að það á ekkert að koma á móti. Hugmyndin væri að með því væri verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna meðal annars, ef að hún þá féllist á að vinna þetta með okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hefði því verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna um að láta málin ganga hratt fyrir sig. „Það næsta sem gerðist hins vegar var að það var lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Menn héldu sig við það. Sú tillaga var felld.“ Hafði þessi vantrauststillaga áhrif á þessi áform ykkar (að flýta kosningum, innsk. blm.)? „Já, það segir sig eiginlega sjálft þegar að stjórnarandstaðan hélt sig við að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þá var hún ekki á því að semja um að menn afgreiddu málin,“ segir Sigmundur. Á starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 12 þingfundardögum í ágúst og september áður en þingi verður frestað þann 2. september.Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögumTelur þú raunhæft að klára þessi mál á þessum tíma? „Ég held að það sé orðið ljóst og hljóti að vera óhjákvæmilegt að það þurfi að bæta þarna við einhverjum tíma. Kannski talsverðum tíma. En sá tími sem er til stefnu, það er að segja þeir mánuðir sem enn eru fram að kosningum á tilsettum tíma, hann er nægur. Svo er bara spurning hvort og hversu vel mönnum tekst að flýta þessu starfi, langi menn að flýta kosningum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.Sjálfstæðismenn áhugasamir um kosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi bréf til flokksmanna í gær þar sem fram kemur að hann muni á næstunni hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Þá tjáir Sigmundur sig einnig um boðaðar alþingiskosningar í haust en í bréfinu segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.” Það hafa þó fleiri en sjálfstæðismenn talað í þá veru að flýta kosningum en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var spurður um málið á Alþingi 28. apríl síðastliðinn af Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. „Ætlar forsætisráðherra hæstvirtur að boða til kosninga í haust,“ spurði Ásta Guðrún. Og svar Sigurður Inga var eftirfarandi: „Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrulega já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum hér bæði við minnihlutann og í yfirlýsingum forystumanna flokkanna,“ sagði Sigurður Ingi.„Fullkomlega skýrt“ Er þetta ekki afskaplega skýrt Sigmundur. Að það verði boðað til alþingiskosninga í haust? „Það er bara mjög skýrt og fullkomlega skýrt, vegna þess að ég tók þátt í þessu á sínum tíma þegar að verið var að ganga frá þessu, að þetta væri háð því að við kláruðum fyrst þessi mál sem við ætluðum okkur að klára. Í því felst hugmyndin. Til hvers að bjóða upp á það að flýta kosningum ef að það á ekkert að koma á móti. Hugmyndin væri að með því væri verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna meðal annars, ef að hún þá féllist á að vinna þetta með okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hefði því verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna um að láta málin ganga hratt fyrir sig. „Það næsta sem gerðist hins vegar var að það var lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Menn héldu sig við það. Sú tillaga var felld.“ Hafði þessi vantrauststillaga áhrif á þessi áform ykkar (að flýta kosningum, innsk. blm.)? „Já, það segir sig eiginlega sjálft þegar að stjórnarandstaðan hélt sig við að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þá var hún ekki á því að semja um að menn afgreiddu málin,“ segir Sigmundur. Á starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 12 þingfundardögum í ágúst og september áður en þingi verður frestað þann 2. september.Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögumTelur þú raunhæft að klára þessi mál á þessum tíma? „Ég held að það sé orðið ljóst og hljóti að vera óhjákvæmilegt að það þurfi að bæta þarna við einhverjum tíma. Kannski talsverðum tíma. En sá tími sem er til stefnu, það er að segja þeir mánuðir sem enn eru fram að kosningum á tilsettum tíma, hann er nægur. Svo er bara spurning hvort og hversu vel mönnum tekst að flýta þessu starfi, langi menn að flýta kosningum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43
Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15