Íslenska parið í Brasilíu með átta kíló af kókaíni Bjarki Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 09:30 Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs með kókaín í ferðatöskum sínum og smokkum. Vísir Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30