Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30