Fjallað var um málið í nýasta fréttabréfi sóttvarnalæknis þar sem kom fram að maturinn sem borinn var fram í veislunni hefði verið lagaður af veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Það var veitingaþjónustan Mínir menn sem sá um veitingarnar í brúðkaupinu en hún er rekin af Magnúsi Inga en hann rekur einnig Texas-borgara og Sjávarbarinn í Reykjavík og er gjarnan kallaður Texas-Maggi.
Rannsókn sóttvarnalæknis á matareitruninni í brúðkaupinu leiddi í ljós að tengsl voru á milli veikindanna og neyslu á lambakjöti og súpu sem borin var fram í veislunni.
Greint var frá því á vef Morgunblaðsins í morgun að sátt hefði náðst á milli Magnúsar Inga og brúðhjónanna vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við Magnús vegna málsins vildi hann ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin.
„Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“ segir Magnús í samtali við Vísi.
Brúðurin, Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir, lýsti atvikinu í ítarlegri Facebook færslu í sumar sem lesa má hér fyrir neðan: