Enginn fær umboð frá Guðna Þorgeir Helgason skrifar 13. desember 2016 07:15 Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær. Þeir höfðu haft umboðið í tíu daga en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vísir/Stefán Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26