Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 09:40 Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. Vísir/Stefán „Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
„Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43